Verkefni - Hvernig vinur vil ég vera?

 

Hvernig vinur vil ég vera

 

Tilgangur:

Að fá nemendur til að hugsa og velta fyrir sér hvers konar vinir þeir vilja vera.

 

Framkvæmd:

·       Fá nemendur til að velta fyrir sér hvernig vini þeir vilja eiga og skrá á töfluna.

·       Ræða hvernig vinir nemendur vilja vera og skrá á töfluna (mjög líklegt að það komi svipuð svör og í fyrstu umferð)

·       Hver nemandi fær A4 blað til að teikna sjálfan sig á og blað með talbólu á. Þegar búið er að teikna sjálfsmynd er hún klippt út og svo á hver og einn að skrifa inn í sína talbólu hvernig vinur hann/hún vill vera og klippa út.

·       Gott að skrifa efst í talbóluna Hvernig vinur vil ég vera?

·       Að lokum er um að gera að hengja hverja sjálfsmynd upp í stofunni ásamt talbólunni.

 

 

Ummæli