Verkefni - Hvernig manneskja vil ég vera?

 

Hvernig manneskja vil ég vera?

 

Tilgangur:

Fá nemendur til að velta fyrir sér hvernig manneskjur þau vilja vera út frá umræðum um fyrirmyndir og hvað það er sem veldur því hverjar fyrirmyndir þeirra eru.

 

Framkvæmd:

·       Spyrja nemendur hvað þau telji vera fyrirmyndir? Hvað veldur því að einhver er fyrirmynd? Hvaða eiginleika hafa þeir sem eru fyrirmyndir?

·       Skrá svör nemenda á töfluna.

·       Fá nemendur til að hugsa um sína fyrirmynd. Hver er það sem þau líta upp til og hvaða eiginleika hefur sú manneskja?

·       Nemendur velta fyrir sér hvaða eiginleika þeim finnst mikilvægt að þau hafi til að geta orðið sú manneskja sem þau vilja vera.

·       Afhenda nemendum blað með manneskjunni á og þau eiga að teikna heila. Inn í heilann eiga þau að skrifa orð yfir þá eiginleika sem lýsa því hvernig manneskja þau vilja vera. Undir myndina skrifa þau nafnið sitt.

Ummæli