Mitt og þitt hlutverk

HLUTVERKASKIPTING

Að greina hlutverkaskiptingu er í raun fólgið í að lýsa því hvað hver og einn á að gera, hvað er á
hans könnu í skólanum eða í verkahring hans. Þetta er eitt af því sem gerir starfsfólk öruggara við að
taka þátt í breytingunum. Engum líður vel í óvissu hlutverki og þetta er sérstaklega áríðandi þegar verið er að breyta og taka upp nýja samskiptahætti eins og að innleiðauppbyggingarstefnuna og þegar mikil breyting verður á hlutverki skólastjórans, er hann dregur úr miðstýringu og fyrirskipunum og gerist leiðtogi - verður fremstur í jafningjahópi.

Uppbyggingarstefnan miðar að því að starfsfólkið vinni náið saman og leysi mál í eindrægni. Sá sem
er vanur að hugsa um stjórnun skóla sem stigveldisstjórnun þar sem skólastjórnin gefur fyrirmæli og aðrir fylgja þeim, gæti orðið hræddur við að fara inn í þessa hugsun um verkaskiptingu sem hér er sýnd og óttast þá gagnrýni og aðrar refsingar fyrir að standa sig ekki í stykkinu. Reynsla okkar af því að fara í gegnum þetta ferli með starfsfólki og kennurum skóla og skilgreina verkaskiptinguna eins og sýnt er í þessu hefti er hins vegar góð. Flestir vilja taka þátt og fáir draga lappirnar, því mönnum finnst það yfirleitt gefa sér öryggi að vita til hvers ætlast er af þeim í samvinnunni.


HLUTVERK LEIÐTOGANS

Það verður hlutverk leiðtogans að koma auga á það þegar einhver er óviss í hlutverki sínu. Þegar þaðgerist þarf hann að vera fær um að aðstoða viðkomandi við að gera sér skýra grein fyrir því hlutverki sem honum er ætlað og hvað hann þarf að hafa að leiðarljósi. Leiðtoginn getur notað ýmsar aðferðir:

 Hann þarf að átta sig á og viðurkenna aðvandamálið er að viðkomandi gerir sér óljósagrein fyrir hlutverki sínu í breytingaferlinu. Sú viðurkenning skapar möguleika á aðárekstrar í samskiptum verði lærdómsríkir og þannig jákvæðir.vandamálið er að viðkomandi gerir sér óljósagrein fyrir hlutverki sínu í breytingaferlinu. Sú viðurkenning skapar möguleika á aðárekstrar í samskiptum verði lærdómsríkir og þannig jákvæðir.
 Hann þarf að spyrja spurninga til að fólkskapi sér eigin hugmyndir um jákvæðmarkmið.skapi sér eigin hugmyndir um jákvæðmarkmið.
 Gefa þarf upplýsingar um markmið/tilgang/óskir/vonir/þrár.tilgang/óskir/vonir/þrár.
 Tengir saman hugmyndir sínar og hópsinssem getur hjálpað til við að skýra ogskilgreina stjórnunarmarkmið út frá reynslusinni.sem getur hjálpað til við að skýra ogskilgreina stjórnunarmarkmið út frá reynslusinni.











Heimildir
Gossen, D. (2003). Mitt og þitt hlutverk. Þýtt og staðfært af magni Hjálmarsson. Útgáfufélagið Sunnuhvoll.



Hugmyndir að uppsetningu















Ummæli